From the blog

From the blog

Kraumur tónlistarsjóður úthlutar 7.3 milljónum

logo-kraumur

Kraumur tónlistarsjóður hefur úthlutað 7.3 milljónum til íslenskra listamanna og verkefna sem stendur til að framkvæma árið 2014. Um er að ræða fjölbreytt verkefni listafólks sem mun leggja land undir fót, kynna sig og koma fram bæði hér á Íslandi og erlendis. Rúmlega sjö milljónum króna er varið til 13 verkefna á sviði innrásar og útrásar íslenskrar tónlistar en einnig er stuðlað að námskeiðum og fræðslu. Hæstu styrkina hljóta að þessu sinni hljómsveitin Mono Town, og sameiginleg tónleikaferð Sólstafa og Kontinuum, en hvort verkefnið um sig hlýtur eina milljón króna í styrk.

Kraumur 2014

Styrkþegar

ÚTHLUTUN 2014

PLÖTUGERÐ ÚTRÁS OG KYNNING – stuðningur og samstarf við listamenn og hljómsveitir á sviði plötuútgáfu, kynningar og markaðssetningar:
 
Mono Town Kynning og markaðssetning 1.000.000 kr.
Ólafur Björn Ólafsson Kynning og útgáfutónleikar 350.000 kr.
Gyða Valtýsdóttir Kynning á nýrri plötu 300.000 kr.
ÚTRÁS – stuðningur & samstarf við listamenn og hljómsveitir : 
Sólstafir og Kontinuum Tónleikaferð um Evrópu 1.000.000 kr.
Nordic Affect Tónleikahátíðir og kynning 800.000 kr.
Agent Fresco Evróputúr 2014 700.000 kr.
Ragnheiður Gröndal Tónleikaferðir um Evrópu 500.000 kr.
Rökkurró Útrás vegna þriðju plötu 350.000 kr.
INNRÁS – stuðningur & samstarf við listamenn og tónlistarhátíðir:
Grísalappalísa og
DJ Flugvél og Geimskip Íslandstúrinn 2014 500.000 kr.
Cell 7 ásamt hljómsveit Tónleikaferð um landið 500.000 kr.
Aldrei Fór Ég Suður 2014 Tónlistarhátíð á Ísafirði 500.000 kr.
Möller um landið Kynning á íslenskri raftónlist 500.000 kr.
Eistnaflug 2014 Fjölmiðlakynning og námskeið 300.000 kr.
 

ÖNNUR VERKEFNI KRAUMS 2014- Kraumslistinn í desember og Hljóðverssmiðjur Kraums í vor sem fela í sér fræðslu og handleiðslu í samstarfi við Músíktilraunir og þær hljómsveitir sem skipa fyrstu þrjú sætin í ár. Stefnan er að úthluta á ný seinna á árinu en tilkynnt verður um nýtt umsóknarferli með vorinu.

Frá stofnun Kraums hefur Aurora velgerðarsjóður lagt sjóðnum til 140 milljónir. Stjórn Auroru velgerðasjóðs hefur síðan 2007 úthlutað til verkefna á sviði mannúðar, mennta og menningar hérlendis og í Afríkuríkjunum Síerra Leóne og Mósambík svo fátt eitt sé nefnt.