From the blog

From the blog

Pönk á Patró haldin í sjötta sinn

Pönk-á-Patró 640x400

Þann 9. ágúst næstkomandi fer Pönk á Patró fram í sjötta sinn. Verkefnið vinna aðstandendur í hugsjónastarfi með það að leiðarljósi að gefa börnum og unglingum tækifæri að upplifa eitthvað nýtt og ferskt á eigin forsendum í nýstárlegu og ögn framandi umhverfi sem Sjóræningjahúsið og eldsmiða þess er vissulega. Það hefur verið markmið okkar sem að verkefninu standa að leiða framsækið og framúrskarandi tónlistarfólk til móts við börnin til að gefa þeim tækifæri á að upplifa og meðtaka sem fjölbreyttasta tónlist og læra nýja hluti og taka þátt í nýsköpun og tónsmíðum með tónlistarfólkinu. Í ár eru það hljómsveitirnar Grísalappalísa og dj. flugvél og geimskip sem koma fram en áður hafa mætt Dikta, amiina, Prinspóló, Skálmöld og Pollapönk.

Aðaldagskráin er einn dagur – sjá hér að neðan. Við erum einnig að stefna á sundlaugarpartý eins og við héldum fyrra í samstarfi við Vesturbyggð og Bröttuhlíð en nánar um það síðar.

DAGSKRÁIN 9. ÁGÚST 2014 – GRÍSALAPPALÍSA OG DJ FLUGVÉL OG GEIMSKIP

13:00 – 14:30 Tónlistarsmiðja í Sjóræningjahúsinu fyrir börn og unglinga

Börnunum skipt upp í hópa og kynnt ný tónlist við nýjar aðstæður á spennandi stað. Skapað og lært en börnin fá að spreyta sig og búa til tónlist og kynnast tónlistarfólkinu og hvað það er að gera og hvernig.

14:30 – 15:00 Hressing fyrir alla krakka í boði Pönk á Patró

15:00 – 16:30 Tónleikar með Grísalappalísu og dj flugvél og geimskipfyrir börn og unglinga

FRÍTT er fyrir börn og unglinga á tónleikana sem og í tónlistarsmiðjuna sem hefst klukkan 13:00 en þar verður boðið upp á sköpun og fræðslu. Ekki er þörf að skrá börn til þátttöku, það er nóg að mæta og allir velkomnir.

21:00 Gríslappalísa og dj flugvél og geimskip – Tónleikar í Eldsmiðju Sjóræningjahússins

Aðgangseyrir 2500 kr. fyrir 16 ára og eldri á kvöldtónleikana og gestir eru hvattir til þess að mæta tímalega.

Pönk á Patró var tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem haldin voru í mars síðastliðnum sem Tónlistarviðburður ársins 2013