From the blog

From the blog

Swans afboða komu sína á ATP sökum veikinda

ATP-Iceland2014-NEWS.jpg 640x400

Það ætlar að vera þrautinni þyngri fyrir hljómsveitina Swans að koma til landsins til tónleikahalds. Hún átti að koma síðast fram á Airwaves hátíðinni 2012 en þurfti að afbóka vegna fellibylsins Sandy sem gerði mikinn usla á ströndum Bandaríkjanna um það leiti sem sveitin var að leggja í hann til landsins.

Nú eru það veikindi sem hamla því að sveitin leiki á All Tomorrows Parties en læknar hafa bannað liðsmanni Swans, Michael Gira að ferðast um heiminn fyrr en í haust. Skipuleggjendur ATP harma þessar fregnir en vænta má tilkynningu um hvaða atriði mun fylla í skarðið. Þó eru góðu tíðindin þau að Swans hafa núþegar staðfest komu sína á ATP 2015 og vonum við svo sannarlega að svanirnir nái þá loksins að flytja tónleikagestum músík sína.