From the blog

From the blog

Tónleikaröð á Rokksafni Íslands á Ljósanótt

rokksafn ljósanótt

KK, Pétur Ben, Ragnheiður Gröndal og Júníus Meyvant koma fram á Rokksafni Íslands á Ljósanótt.

Þann 5. apríl s.l. var Hljómahöll í Reykjanesbæ formlega opnuð en þar er að finna hið nýja Rokksafn Íslands.

Rokksafn Íslands er glænýtt safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Þar er sagan tónlistar á Íslandi sögð allt frá árinu 1830 til dagsins í dag á mjög lifandi máta með aðstoð ljósmynda, skjáa, skjávarpa og muna. Á safninu er hljóðbúr þar sem gestir geta leikið lausum hala og prófað sig áfram á rafmagnstrommusett, gítar, bassa og hljómborð. Á meðal þeirra hluta sem hægt er að skoða á safninu er trommusettið hans Gunnars Jökuls sem hann notaði m.a. á plötunni …Lifun með Trúbrot, rafmagnsgítar Brynjars Leifssonar úr Of Monsters and Men, LED-ljósabúning Páls Óskars, tréskúlptúr af reggí-hljómsveitinni Hjálmum, flugvélabúningur úr myndbandi Sykurmolanna við lagið Regínu, sex metra háar myndir af Hljómum, Björk, Sigur Rós og Of Monsters and Men og þannig mætti lengi telja.

Rokksafn Íslands verður opið yfir Ljósanæturhátíðina alla daga á milli 12:00-18:00 auk þess sem rými Hljómahallar verða til sýnis.

Dagana 6. og 7. september tónleikaröð á Rokksafni Íslands þar sem tónlistarmennirnir KK, Pétur Ben, Júníus Meyvant og Ragnheiður Gröndal koma fram.

Dagskrá:

Laugardagur 6. septemer
16:00 Júníus Meyvant
17:00 Pétur Ben

Sunnudagur 7. september
16:00 Ragnheiður Gröndal
17:00 KK

Aðgangseyrir á safnið er 1500 kr. og er aðgangur að tónleikum á Rokksafninu innifalinn í verðinu.

VERIÐ HJARTANLEGA VELKOMIN!

Allar nánari upplýsingar á hljomaholl.is