From the blog

From the blog

Secret Solstice – Laugardagur

secret-solstice review 640x400

Heillandi grænn og friðsæll Laugardalurinn er yndislegur staður til að upplifa íslenskar sumarsólstöður og hátíðina sem heldur upp á þær. Það er annar dagur fyrstu Secret Solstice hátíðarinnar og andrúmsloftið er alþjóðlegt en umhverfið gerir það jafnframt fjölskylduvænt .

Það er sérstök ástæða til að taka vel eftir tónlistarhópnum Sísý Ey sem kom sér fyrir í íslenskri tónlistarvitund síðastliðinn vetur með frumraun sinni sem ber yfirskriftina „Ain‘t got nobody „. Í síðdegis sólinni buðu þessar þrjár söng systur upp á frábæra röddun og gáfu jafnframt lifandi „house“ tónlist sinni aðlaðandi blæ svo útkoman varð vel flutt áheyrileg tónlist.

Á sama tíma voru sautján stelpur búnar að koma sér fyrir á sviði Gimlis. Þar voru á ferðinni Reykjavíkurdætur sem eru heillandi tónlistarhópur. Stelpurnar vöktu ekki einungis athygli vegna tónlistar sinnar og útlitis heldur einnig fyrir textagerð við lögin. Meirihlutinn af athygli Miðgarðs beindist að fjölbreyttri sýningu þeirra sem hóps en annars komu þær einnig fram sem einstaklingar,tvíeyki eða jafnvel tríó.

Laugardagurinn bauð upp á, mest af öllu, fullt af lifandi tónlist og flotta fulltrúa íslendinga. Tónleikar rokk hljómsveitarinnar Mammúts í Ásgarði voru eins og upplifun á öflugum galdri. Söngkona hljómsveitarinnar, Kata, hefur ótrúlega sviðsframkomu og gríðarlega rödd. Nýja efnið af plötunni ‘Komdu til mín Svarta systir‘ kom vel út á sviðinu og hlustendur voru sem dáleiddir.

Galdraþulur tónlistarinnar breyttist svo í útbreiðslu á jákvæðum straumum , kærleika og friði frá sviði Gimlis þegar 11-manna reggae hópur Ojba Rasta hóf flutning sinn. Tónlistarmennirnir deildu út ótrúlegri orku sem birtist í gleði þeirra á sviðinu og skildu hana eftirí hjörtum og hugum áhorfenda. Allir sem á heyrðu sannfærðust um að á hinu kalda Íslandi er sannarlega hægt að búa til hina sólríkustu hljóma!

Auk hinna Norrænu goða reyndu Johnny And The Rest að kalla fram gott veður og í lok frammistöðu þeirra léku þeir lag sem ber yfirskriftina “Golden Tibet” með slagorðinu „sjáðu sólina“. Jæja, það tókst! Þessir brjálæðingar voru færir um að tendra stjórnlaust orkubál sem hreif hugi áheyrenda með mögnuðum ofskynjunar blús og kraftmikilli sviðsframkomu.

Galdurinn lá enn í loftinu þegar Múm steig á svið eftir smá töf. Hljómsveitin, sem er vel kunn íslenskum tónlistar unnendum, opnaði á laginu „Slow Down“ og setti skemmtilegan og léttan svip á andrúmsloftið með lögum af síðustu plötu sinni „Smilewound“. Hvílíkur dýrðarhljómur! Sérstaklega þar sem nýustu lögin þeirra bjóða hlustendum upp á virkilega safaríkar bassalínur. Tónlistarmennirnir voru heillandi og skiptust á hljóðfærum á meðan þau leiddu saman hæfileika sína og Mr. Silla ásamt Gyðu Valtýsdóttur göldruðu gull með fallegum söng sínum.

Eitt af stærstu atriðum íslensku rokk senunar, Brain Police, komu frá á sólríku sviði Gimlis og með því var alsælu hátíðarinnar náð. Það eina sem hafði vantað á þessa hátíð var nú uppfyllt – með útrás hins óstöðvandi funa óhreinna hljóma. Stoner Rokkararnir fengu líka svo dúndrandi undirtektir að hljómsveitin hlaut að upplifa hversu vel metin hún er á Íslandi. Brain Police spilaði einnig eitt glænýtt lag og væntingar voru gefnar um nýja plötu í febrúar á næsta ári. Síðast en ekki síst, það er enginn raunverulegur hátíð án sviðsdífu. Check, Secret Solstice er alvöru!

Það atriði fyrstu Secret Solsticehátíðarinnar sem mestar væntingar voru bundnar við voru tónleikar Massive Attack. Fjöldi fólks safnaðist saman við Ásgarð um kl 23:00 af þessu tilefni. Þessar goðsagnir bresku trip-hop senunnar fluttu klukkustundar langt meistaraverk neðanundir sólinni. Í viðbót við efni frá síðustu plötu þeirra “Heligoland“ með lög eins og „Girl I love you” eða „Paradise Circus“ fluttu Massive Attack líka smelli á borð við „Teardrop“ og „Unfinished Sympathy “sem dró fram áköf viðbrögð áhorfenda. Hljómsveitin frumflutti einnig eitt nýtt lag.

Þennan laugardag voru einmitt sumarsólstöður og mér fannst hann glæsilegasti og áhugaverðasti dagurinn á allri þessari miðnætursólarhátíð. Secret Solstice hefur án efa verðskuldað titil sannevrópskrar tónlistarhátíðar með því alþjóðlega andrúmslofti sem mátti sjá og heyra þennan dag. Vel gert!

Jón Atli