From the blog

From the blog

Tónleikar erlendra listamanna

concerts.jpg 640x400

Nokkrir frábærir tónleikar eru á næsta leiti. Hér gefur að líta upplýsingar um þá.

Justin Timberlake

Hvar: Kórinn í Kópavogi
Tími: 24. ágúst, klukkan 19:30
Kostar: Frá 14.990 kr. til 19.990 kr.
Miðasala

Þessir tónleikar eru hluti af tónleikaröðinni The 20/20 Experience World tour sem Justin Timberlake fór á í tilefni þriðju og fjórðu platnanna sinna, The 20/20 Experience og The 20/20 Experience 2 of 2. Tónleikaferðalagið hefur fengið góða dóma og er þetta atburður sem enginn Justin Timberlake aðdáandi lætur fram hjá sér fara!

 

Tom Odell

Hvar: Eldborg í Hörpunni
Tími: 26. júní, klukkan 20:00
Kostar: Frá 6.990 kr. til 9.990 kr.
Miðasala

Tom Odell gaf út sína fyrstu stuttskífu árið 2012, þar sem meðal annars má finna lagið Another Love sem sló rækilega í gegn hér á landi, sem og annarstaðar í heiminum. Fyrsta breiðskífan hans, Long Way Down, kom út í fyrra og mátti einnig finna Another Love á henni. Tónleikarnir hans hafa fengið fína gagnrýni og augljóst er að hann hefur gaman af því sem hann gerir.

 

David Guetta

Hvar: Laugardalshöll
Tími: 16. júní, klukkan 19:00
Kostar: Frá 7.900 kr. til 9.900 kr.
Miðasala

David Guetta hefur unnið með ýmsu tónlistarfólki í gegnum tíðina, eins og til dæmis The Black Eyed Peas, Kelly Rowland, Flo Rida og Sia, og keppast stjörnunar um að fá að vinna með honum. Hann leggur mikin metnað í þá tónleika sem hann heldur og eru þeir mikið sjónarspil. Búast má við frábærri skemmtun og góðu kvöldi, enda veit þessi kappi algjörlega hvað hann er að gera. Þess má geta að 18 ára aldurstakmark er inn á tónleikana.

 

Neutral Milk Hotel

Hvar: Norðurljós í Hörpunni
Tími: 20. ágúst, klukkan 20:00
Kostar: 6.500 kr.
Miðasala

Netural Milk Hotel er bandarísk indí-rokk hljómsveit sem samanstendur af meðlimunum Jeff Magnum, Scott Spillane, Jeremy Barnes og Julian Koster. Hljómsveitin var stofnuð á níunda áratugnum, en hætti störfum árið 1998. En í apríl 2013 var tilkynnt að þeir myndu sameina krafta sína á ný og fara á tónleikaferðalag, sem stendur yfir enn þann dag í dag. Tónlist þeirra hefur veitt fjölmörgum listamönnum innblástur í gegnum tíðina og þar á meðal má nefna Arcade Fire og Bon Iver. Þetta er skemmtileg hljómsveit og ættu því indí aðdáendur alls ekki missa af því tækifæri að geta séð þá spila.

 

Wynton Marsalis

Hvar: Eldborg í Hörpunni
Tími: 4. júlí, klukkan 20:00
Kostar: Frá 5.900 kr. til 13.900 kr.
Miðasala

Wynton Marsalis er einn frægasti jazztónlistarmaður heims, enda hefur hann gjörbylt skilgreiningunni á jazzi með fjölda af mismunandi frumsömdum tónverkum. Hann hefur ferðast til um 30 landa og spilað í öllum heimsálfum (að Suðurskautinu undanskyldu) og hefur hann meðal annars unnið 9 Grammy verðlaun og Pulitzer verðlaun fyrir góðan árangur. Tónleikar hans eru mögnuð reynsla og augljóst er að hann er einn af hæfileikaríkari jazz-tónlistamönnum nútímans.

 

Neil Young & Crazy Horse

Hvar: Laugardalshöll
Tími: 7. júlí, klukkan 21:00
Kostar: Frá 14.900 kr. til 31.900 kr.
Miðasala

Árið 1969 gaf Neil Young út plötuna Everybody Knows This is Nowhere ásamt Crazy Horse, sem þá samanstóð af meðlimunum Danny Whitten, Billy Talbot og Ralph Molina. Í dag hefur Frank „Poncho“ Sampedro bæst við hljómsveitina, en Danny Whitten hefur látið af störfum. Tónleikar þeirra hafa fengið góða dóma og þykir þetta samstarf einstaklega vel heppnað.

 

The Pixies
Hvar: Laugardalshöll
Tími: 11. júní, klukkan 20:00
Kostar: Frá 6.700 kr. til 8.700 kr.
Miðasala

The Pixies er bandarísk hljómsveit sem spilar nokkrar gerðir af rokk tónlist, þar á meðal indí rokk, brimbretta rokk, sýru rokk og fleira. Hljómsveitin var stofnuð árið 1986 af Joey Santiago, Black Francis, Kim Deal og David Lovering. Í dag hefur Paz Lenchantin bæst við og Kim Deal hætt. Snemma á árinu 1993 hætti hljómsveitin samstarfi sínu, en árið 2004 hófu þau störf aftur. Þessir tónleikar eru hluti af tónleikaferðalagi sem fagnar útgáfu nýrrar plötu, og mun Mono Town hita upp áður en hljómsveitin stígur á stokk.