From the blog

From the blog

Vel heppnuð Menningarnótt að baki

6064741003_8ce253744d_z

Menninganótt tókst með besta móti en mikill fjöldi fólks lagði leið sína í miðborgina. Áætlað er að um 100.000 manns lögðu leið sína til miðborgarinnar en hátt í 600 viðburðir voru á dagskrá frá morgni til kvölds.

Stórum hluta miðborgarinnar var lokað fyrir bílaumferð en langflestir virtu umferðalokanir þó voru um 550 bifreiðar sektaðir fyrir að hafa lagt ólöglega. Samvæmt upplýsingum frá Strætó höfðu aldrei fleiri nýtt sér þjónustu strætó. Strætó sendi einmitt frá sér þessa fréttatilkynningu. „Heilt yfir gekk allt mjög vel fyr­ir sig og Strætó bs. þakk­ar þeim sem tóku sér far með vögn­un­um fyr­ir þol­in­mæði og létta lund. Í ár var bryddað upp á þeirri nýj­ung að aka frá Kirkju­sandi að Skóla­vörðuholti, með viðkomu í Borg­ar­túni. Skemmst er frá því að segja að þetta vakti mikla lukku og þegar hef­ur verið ákveðið að tvö­falda fjölda vagna sem aka munu þá leið á Menn­ing­arnótt. Ljóst er að Strætó er stór hluti af Menn­ing­arnótt og mun verða það áfram. Góð reynsla er kom­in á þjón­ust­una og Strætó bs. mun gera sitt til að gera upp­lif­un gesta Menn­ing­ar­næt­ur enn betri.“

Tónaflóð Rásar 2 voru á sínum stað á Arnarhóli en þær hljómsveitir sem komu fram voru Skálfmöld, Mammút, Mono Town og Ný Dönsk. Hægt er að hlusta á styttri útgáfu tónleikana hér.

Flugeldasýningin var svo á sýnum stað en að þessu sinni voru flugeldar sprengdir í takt við dansverkið Töfra eftir Sigríði Soffíu Nélsdóttur. Kirkjuklukkur á landinu, alls 32 talsins, hringdu inn sýninguna sem vakti mikla athygli viðstaddra.