Events

Events

Bjartir dagar

Bjartir dagar, menningar- og listahátíð Hafnarfjarðar hafa verið haldnir frá árinu 2003 og fagna því tólf ára afmæli í ár. Hátíðin verður að þessu sinni haldin dagana 23.-27. apríl og tengist hátíðahaldi Sumardagsins fyrsta og og bjartari tíð. Að venju eru það 4. bekkingar sem syngja inn hátíðina á Thorsplani kl. 10 og síðan tekur við dagskrá um allan bæ. Að kvöldi fyrsta hátíðardagins verður hinn árlegi viðburður Gakktu í bæinn en þá bjóða listamenn heim og menningarstofnanir iða af lífi. Alla helgina verður síðan fjölbreytt dagskrá sem verður auglýst nánar á vefnum www.hafnarfjordur.is. Af einstökum atriðum má nefna tónlistarhátíðina Heima sem Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar stendur fyrir, fjölskylduskemmtun á Thorsplani, eftirstríðsáradansleik í Gúttó, tónleika og sýningar víða um bæinn auk fjölbreyttra sögu- og fróðleiksganga.