Events

Events

Blúshátíð í Reykjavík

Hátíðin hefst laugardaginn fyrir pálmasunnudag, með Blús í borginni, – blúsdegi í samvinnu við verslanir og þjónustufyrirtæki í Miðborginni.

þegar miðborgin logar í blús. Blús í miðborginni, Blúslistamaður heiðraður • Akstur Blúsvagna Krúserklúbbs Reykjavíkur ,  gjörningur og tónleikar um kvöldiðMarkmið með Blúsdeginum eru fjölþætt; meðal annars þau að efla vitund almennings um blústónlistina, gera borgarbúum glaðan dag, gefa ungu blúsfólki tækifæri til að koma fram með reyndari tónlistarmönnum og að auka áhuga fyrirtækja á þátttöku í þeim listviðburði sem hátíðin er. Opnunarhátíð verður í Miðbænum en auk þess er gert ráð fyrir lifandi tónlistarflutningi víðs vegar í miðborginni, í verslunum og kaffi- og veitingahúsum. Hópur á vegum Krúserklúbbsins mun hefja hátíðina með hópakstri um miðbæinn undir kjörorðinu “Við gerum heiminn betri með blús“.

Þrennir stórtónleikar á Hilton Reykjavík Nordica, :15.-17.apríl 2014 þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld í dymbilviku