Events

Events

Flúðahátíð í Skagafirði

Miðnæturrafting í Austari Jökulsá, straumkajak keppni, tjaldútilega, lifandi tónlist og frábær félagsskapur! Hvað gæti verið betra á Jónsmessunni en Flúðahátíðin í Skagafirði?

Helgina 21.-22. júní fer fram annað árið í röð Flúðahátíðin að Hafgrímsstöðum í Skagafirði. Hátíðin er upprunnin sem eins konar óður til íslenskra flúðasiglina og því tilvalin vettvangur fyrir náttúru og straumvatns unnendur. Hátíðin hefst á ævintýralegan hátt með miðnæturrafting ferð niður hina einu sönnu Austari Jökulsá þar sem við tökumst á við heimsklassa flúðir, njótum töfrandi fegurð gljúfurins og upplifum sumarsólstöðurnar á ógleymanlegan hátt í frábærum félagsskap. Á öðrum degi fer fram opin kajak keppni þar sem byrjendur sem lengra komnir kajak ræðarar spreyta sig og sprella á vatninu. Boðið verður upp á sætaferðir og kjótsúpu á bakkanum fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með keppninni. Hátíðin nær hápunkti laugardagskvöldið þar sem lifandi tónlist, gleði og létt dansspor leika lausum hala frameftir kvöldi. Hátíðin er opin öllum og við vonumst til að sjá sem flesta á þessum einstaka viðburði!

Frekari upplýsingar á:  http://www.vikingrafting.com/