Events

Events

Mýrarbolti

  • Mýrarboltinn

Eins og alkunna er verður mótið haldið í ellefta sinn um verslunarmannahelgina 2014. Eins og undanfarin ár verður leikið á eina viðurkennda keppnissvæði landsins, í Tunguskógi í Skutulsfirði.

Mótið 2013 var stærsta mótið til þessa og komu 3000 menn og konur til að keppa í drullunni og skemmta sér á kvöldin.

Dagskrá Mýrarboltans 2014 er metnaðarfullt eins og alltaf. Mótið hefst á föstudagskvöldinu með skráningarkvöldi en þá verður gengið frá skráningu og armbönd og keppnisgögn afhent. Á laugardagsmorgni hefst svo spilamennskan. Búast má við að leikið verði fram undir kvöldmat. Á fyrri leikdegi verður leikið í riðlum en á sunnudag hefst útslátturinn.

Drullumall á daginn, stanlaust stuð á kvöldin er mottó mýrarboltans og innifalið í mýrarboltaarmbandinu eru böll út um allan Ísafjörð yfir helgina. Hefð er fyrir lokahófi á sunnudagskvöldinu og verður sú hefð síður en svo rofin í ár. Verðlaun eru afhent fyrir leiki dagsins og hápunktarnir rifjaðir upp. Lokahófið og öll böll á Ísafirði um helgina er innifalið í þátttökugjaldi, en þeir sem eru ekki þátttakendur geta einnig keypt sig inn á öll böllinn.

Umgjörð mótsins verður umfram allt skemmtileg eins og alltaf. Leikið verður á átta keppnisvöllum í Tungudal, en þar að auki stendur til að bjóða keppendum og áhangendum upp á ýmiskonar afþreyingu meðan á móti stendur.


Finna miða