Events

Events

Pönk á Patró

PÖNK á PATRÓ er fjölbreytt tónlistarhátíð haldin um hásumar með þátttöku barna og unglinga. Markmið aðstandenda er að skapa skemmtilega stemningu með margbreytilegum uppákomum. Aðstandendur taka að sér skipulag tónleikahalds og tónlistarsmiðju fyrir ungt fólk en þar er hugmyndin að gefa ungu fólki kost á því að ræða við það tónlistarfólk sem kemur fram, læra af reynslu þeirra og spyrja það út í tónlistina. Tónlistarsmiðja er starfrækt yfir einn dag þar sem börnin vinna með hljómsveitinni að ýmsum verkefnum tengdum tónlist, s.s. að semja lag og texta. Að kvöldi eru tónleikar fyrir fullorðna fólkið. Orðið pönk er hér ekki hugsað sem tónlistarskilgreining heldur sem kraftur, áræðni og fjölbreytni og eru það þeir þættir sem einkenna Pönk á Patró.


  • Hvar: Patreksfjörður
  • Hvenær: 08.08 - 09.08
  • Meira: