Events

Events

Shell Bíladagar Bílaklúbbs Akureyrar

Shell bíladagar Bílaklúbbs Akureyrar verða haldnir í 18. sinn dagana 13. – 17. júní 2014. Bíladagar eru stærsta árlega hátíð íslensks bílaáhugafólks þar sem  þúsundir mæta til að hittast, horfa og taka þátt.  Hátíðin hefur vaxið ár frá ári og er frábærlega staðsett á keppnissvæði BA, sem liggur að útivistar- og afþreyingarsvæði Akureyringa í rótum Hlíðarfjalls og Glerárdals.

Helstu viðburðir Bíladaga eru driftkeppni, burn-out, drulluspyrna, götuspyrna og hin hefðbundna 17. júní bílasýning í Boganum í glerárhverfi. Drulluspyrnan er nýr viðburður þetta árið, þar sem allt er leyft og allt verður reynt. Að auki hafa í gegnum tíðina verið viðburðir eins og græjukeppni, góðakstur, auto-x, opið spólsvæði og grillkvöld Live2Cruise.

Bíladagar fara fram á keppnissvæði Bílaklúbbs Akureyrar, þar sem öll aðstaða er til staðar.  Þar verður að venju boðið upp á tjaldsvæði fyrir gesti Bíladaga. Tjaldsvæðið opnar 12. júní og er opið alla daga hátíðarinnar. Dag- og næturgæslu er á tjaldsvæðinu og er 18 áraaldurstakmark.

Nánari upplýsingar um Bíladaga verður hægt að nálgast á vefsíðu Bílaklúbbsins, www.ba.is og er hægt að senda fyrirspurnir á Facebook síðu klúbbsins eða spjallsvæðið spjall.ba.is.