Events

Events

Skjaldborg hátíð íslenskra heimildamynda

Dagana 6. – 8. júní verður Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda haldin í áttunda sinn á Patreksfirði. Auk þess að frumsýna nýjar íslenskar heimildamyndir er hátíðinni ætlað að vera tækifæri fyrir kvikmyndagerðarfólk og áhugamenn um heimildamyndir til að koma saman. Í lok hátíðarinnar verður besta heimildamyndin á Skjaldborg 2014 valin af áhorfendum.

Skjaldborg sýnir heimildamyndir sem annars kæmu varla fyrir augu almennings og ber jafna virðingu fyrir hinu smáa, stóra, skrýtna og fokdýra. Á dagskrá hátíðarinnar hafa verið bæði örstuttar myndir og í fullri lengd og efnistökin fjölbreytt.

Ókeypis er inn á allar heimildamyndir sem keppa um Áhorfendaverðlaunin “Einarinn”
Hægt er að kaupa armband sem veitir aðgang að sjávarréttaveislu, plokkfiskboði kvenfélagsins, ballinu & heiðursgestsdagskrá.