Events

Events

Sólseturshátíð



Sólseturshátíðin er fjölskylduhátíð og bæjarhátíð íbúa Garðs og þeirra gesta. Hátíðin var haldin í fyrsta skipti árið 2005 og er nú árlegur viðburður í Garði, sem íbúar í Garðinum eru stoltir af.
Skipulagðir eru ýmsir viðburðir og er helst að nefna stuttar gönguferðir, menningar- og sögutengda fræðslu fyrir börn og fullorðna, fjöruferð fyrir börnin, leiki og leiktæki, tónlistaratriði og málverkasýningar.

Stærsti dagur hátíðarinnar er laugardagurinn, en þá er mikil dagskrá á Garðskaga, á svæðinu við vitana tvo, en þar, sem víðar á Íslandi, er sólsetrið mjög falleg sjón með Garskagavitana tvo, úthafið, Snæfellsnesið og Snæfellsjökulinn. Á þessum árstíma felur sólin sig á bak við Snæfellsjökulinn, gyllir hafið og býður upp á mikið sjónarspil.

Síðustu árin hefur Knattspyrnufélagið Víðir séð um framkvæmd hátíðarinnar fyrir bæjaryfirvöld og farið vel með.

Á Garðskaga er Byggðasafn og kaffi- og veitingastaðurinn Tveir vitar. þar er einnig góð aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna og húsbíla en þar er snyrting, rennandi vatn og aðstaða til að komast í rafmagn.