Events

Events

Tónlistarhátíðin Gæran

Tónlistarhátíðin Gæran er nú haldin fimmta árið í röð í húsakynnum Loðskinns á Sauðárkróki í einu sútunarverksmiðju landsins. Gæran er lítil hátíð sem leggur áherslu á að bjóða upp á vandaða og fjölbreytta tónlist, ný og upprennandi bönd í bland við reyndari tónlistarmenn. Í fyrra spiluðu á hátíðinni 22 hljómsveitir auk 6 sólóista allt frá rappi að þungu rokki. Meðal þeirra sem stigu á svið voru Jónas Sig, XXX Rottweiler hundar, Greifarnir, Valdimar, Tilbury, Úlfur Úlfur og The Vintage Caravan ásamt mörgum fleiri frábærum böndum.

Dagskrá Gærunnar teygir sig yfir þrjá daga. Sólóistakvöld er haldið á fimmtudeginum á Mælifelli og stóru tónleikarnir eru á föstudeginum og laugardeginum á aðalsvæði hátíðarinnar. Það er 18 ára aldurstakmark á hátíðina en yngri tónlistarunnendur eru velkomnir í fylgd með foreldri/forráðamanni. 12 ára og yngri fá frítt inn á hátíðina. Á Sauðárkróki er boðið upp á margskonar gistimöguleika, veitingahús og verslanir og ætti engum að leiðast að sækja bæinn heim. Hægt verður að kaupa miða á midi.is þegar nær dregur.


Finna miða