Events

Events

Þjóðlagahátíðin á Siglufirðin

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði er alhliða tónlistarhátíð með sérstaka áherslu á þjóðlagaarfinum. Hátíðin stendur frá miðvikudegi til sunnudags fyrstu heilu vikuna í júlí, eða 2.-6. júlí 2014. Að þessu sinni verður frönsk tónlist í sérstöku uppáhaldi. Tónlistarmenn koma frá Frakklandi og íslenskir tónlistarmenn spreyta sig á franskri tónlist frá öllum tímum. Auk 18 tónleika með innlendum og erlendum listamönnum er boðið upp á fjölmörg námskeið, bæði í tónlist og handverki, gömlu og nýju.

Þjóðlagahátíðin er haldin í samstarfi við Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði. Sr. Bjarni Þorsteinsson safnaði íslenskum þjóðlögum í 25 ár og gaf út árið 1906. Nákvæmlega einni öld síðar, eða árið 2006, var opnað þjóðlagasetur á Siglufirði þar sem íslensk þjóðlög eru kynnt á aðgengilegan og skemmtilegan hátt. Sýnd eru myndbönd af fólki á öllum aldri sem syngur, kveður eða leikur á hljóðfæri. Sagt er frá þjóðlagasöfnun sr. Bjarna Þorsteinssonar, greint frá heimildarmönnum hans og mörgum þeim sem aðstoðuðu hann við söfnunina víða um land.